22 glæsilegar nýuppgerðar íbúðir
Húsið var byggt af Varnarliðinu árið 1970. Útveggir eru steyptir ásamt botn og milliplötum, þak er byggt upp á kraftsperrum sem eru þéttklæddar með timbri sem á bætist þakpappi og máluð stál klæðning. Gluggar eru úr timbri og voru endurnýjaðir af verktökium á vegum Varnarliðsins á árunum 2002-2006.
Íbúðum er skilað fullbúnum með gólfefnum. Harðparket á gólfum og innihurðir eru frá Parka, flísar á baðherbergi eru frá Álfaborg. Fataskápar eru í báðum herbergjum frá Parka.
Í eldhúsi eru sérsmíðaðar innréttingar frá Parka, innbyggð Electrolux uppþvottarvél og ísskápur fylgja með frá Húsasmiðjunni. Electrolux blástursofn og keramik helluborð eru einnig frá Húsasmiðjunni. Innbyggð vifta er fyrir ofan helluborð frá Parka. Hreinlætistæki eru frá Byko.
Á baðherbergi eru Innréttingar, vaskaskápur með skúffu og speglaskápur með led lýsingu að neðan með snertikveikingu frá Parka. Öll hreinlætistæki eru frá Byko. Flísar eru á gólfum og hluta af veggjum.

Ástþór Reynir Guðmundsson
Lögg. fasteignasali og framkv.
Símanúmer: 899 6753
arg@remax.is

Guðlaugur J. Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 661 6056
gulli@remax.is
